English below
Guð sé lof nýja árin er byrjaður! Ég held að það hreinlega getur ekki verið verra en 2020 (7,9,13). Til að fagna því verður vín mánaðarins að þessu sinni frá gamla heimurinn eða réttara sagt eitt góðan Brunello frá Toskana í Ítalia!
English below
Guð sé lof nýja árin er byrjaður! Ég held að það hreinlega getur ekki verið verra en 2020 (7,9,13). Til að fagna því verður vín mánaðarins að þessu sinni frá gamla heimurinn eða réttara sagt eitt góðan Brunello frá Toskana í Ítalia!
English below:
Að undanförnu hef ég fjallað aðeins um freyðandi vín á mismunandi verði frá mismunandi svæðum. Nú þegar að það styttist í stærsta daginn til að skála, ætla ég að fara aftur í kampavíns héraðið og fjalla um tvö vín frá einum af uppáhalds kampavíns framleiðandanum mínum, Laurent-Perrier! Það verður gaman að skála í öðru hvoru þessara hágæða kampavína!!
Við skulum byrja á:
English below:
Í ár ætla ég að breyta aðeins til og mæla með víni sem mér finnst henta með matnum sem snæddur er á jólum og áramótum. Þetta er frekar langur listi, en ég vona að allir finni eitthvað sem hæfir matnum sem er á boðstólum.
Við skulum byrja á:
English below.
Þrjú framúrskarandi vín.
Það styttist í jólin og maður hefur ekki undan að smakka gæða vín! Yfirleitt þegar ég fjalla um framúrskarandi vín þá tek ég bara eina tegund fyrir. En ég vildi gefa fólki tækifæri til að kynna sér og smakka þessi þrjú frábæru vín yfir hátíðirnar. Svo ég ákvað að fjalla um þau í einni grein. Eigum við ekki að byrja?
Kientz Cremant D´Alsace Brut NV (non vintage)
Alsace, Frakkland.
Í þriðju „bubbly“ umfjölluninni ætlum við að fara til uppáhalds hvítvíns svæðisins míns, Alsace. Að segja að Alsace hafi frábært úrval af hvítvíni er vægt til orða tekið, en margir gera sér ekki grein fyrir því að þar eru einnig framleidd framúskarandi freyðivín.
English below
Það styttist í jólin og jólabjór smakkið heldur áfram.
Í þetta sinn smakkaði ég 5 bjóra, 1 íslenskan og 4 erlenda, og gæðin voru ansi misjöfn verð ég að segja, en engu að síður gaman að smakka og rífa upp jóla stemminguna! Allir bjórarnir fást í helstu Á.T.V.R. búðum.
Við skulum byrja með:
A few Christmas suggestions for wine, cocktail and beer lovers! (English below)
Það er til fullt af góðum jólagjöfum fyrir áhugafólk um vín, bjór og kokteila, sumt eiga allir, t.d. góð glös, frábæra tappatogara og smart kokteil hristara. Með árunum verður erfiðara og erfiðara að finna eitthvað skemmtilegt handa makanum sem á nánast allt. Ég ákvað að gramsa örlítið og athuga hvort ég gæti ekki fundið eitthvað til að létta ykkur lífið í jólainnkaupunum og koma með nokkrar tillögur. Með það í huga að „versla heima“ til að styðja innlenda innflutningsaðila er hægt að finna þetta allt hér á Íslandi.
Wine of month December 2020: English below
Vina Ardanza Reserva, 2010 Rioja, Spánn.
Ég hef alltaf sagt að við hér á Íslandi erum mjög heppin með gott úrval af spænskum vínum sem eru í boði hér. Fyrir utan eitt og eitt kassavín, þá er með eindæmum gott úrval. Og það er alveg sama hvort það er ódýrt, meðal dýrt eða dýrt vín, þá er það nánast alltaf góð kaup miðað við verð.
English below:
Mér skilst að það séu til 88 jóla bjórar til sölu í Á.T.V.R., fyrir svona litla þjóð eru þetta svakalega margar tegundir. Þegar ég var að smakka fyrir tímarit og blöð í denn voru ekki nema 15 til 20 tegundir! Satt að segja þá kæmi það ekki til greina að smakka þá alla.
Í síðustu „bubbly“ umfjöllun fórum við beint í dýrari vínin, þ.e. kampavín, en núna ætlum við að fara í hina áttina eða ódýrari vínin, í þessu tilfelli Prosecco.
English below
M. Chapoutier, Belleruche 2019 Cotes-du-Rhone.
Wine of the month november 2020.
Mér finnst ég hafa verið rosalega duglegur að lýsa ást minni á bragðmiklu þungu rauðvíni að undanförnu. Það mætti halda að það sé það eina sem ég drekk!! Reyndar er það af og frá, eins og ég segi alltaf á mínum vín námskeiðum, það er staður og stund fyrir allar tegundir af víni.
Taittinger Brut NV, Champagne, Frakkland.
Ég verð að viðurkenna, að þó mér hafi ekki verið boðið á kampavíns kvöld á VOX um daginn (enda sennilega ekki haft efni á því hvort eð er), fannst mér hugmyndin frábær. Það veitir ekki af að fá sér smá „bubbly“ á þessum tíma ársins til að lyfta sér aðeins upp! Þetta eru erfiðir tímar, svo bætist við að það er komið skammdegi og vetur skammt undan! Svei mér þá, er ekki tilvalið að fá sér eitthvað sem fær okkur til að brosa örlítið?
Það er fátt sem gleður fólk nú til dags, meira að segja erfitt ár virðist ætla að fara fram úr sjálfu sér með leiðindum í lokin. En eitt sem er að gera erfiða tíma bærilega eru góðir vinir og samstarfsfólk. Ég er t.d. mjög lánsamur í báðu, einnig hafa þó nokkrir af mínu samstarfsfólki tengst mér sem góðir vinir líka. Þeir sýndu það á afmælinu mínu um daginn þegar þeir gáfu mér svo góða gjöf að ég varð að gera það að víni mánaðarins!!