Framúrskarandi: Nativ Dell ´Inchiostro

English:

Þá er kominn tími til að skreppa til frekar lítt þekkts svæðis hjá okkur á Íslandi, Campania á Ítalíu. Fyrir þá sem þekkja svæðið ekkert, þá er helsta og besta rauðvínsþrúgan þar Aglianico. Þrúgan gefur oftast tannínríkt vín og þetta vín er engin undantekning.

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins nóvember 2021.

English

Það er kominn tími til að fjalla aðeins um eitt af uppáhalds svæðunum mínum, svæði sem mér finnst frekar vanmetið hér heima, ekki bara gæðanna vegna, heldur verðsins vegna. Það vín sem við fáum hingað til lands frá Washington fylki í Bandaríkjunum er með þeim bestu sem svæðið býður upp á, og Chateau Ste. Michelle er eitt af þeim.

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Fjögur ný vín

English

Það gekk allt of vel að kynna síðasta framúrskarandi vín (Ch. Ducluzeau) það litla sem var eftir kláraðist á sama degi og greinin kom út! Til að bæta upp fyrir þá sem fengu ekki að smakka vínið ætla ég að fjalla um fjögur vín sem komu nýlega í hillur Á.T.V.R.  frá fjölskydu samsteypu (negotiant), Jean-Pierre Moueix sem mér finnst áhugaverð.

Halda áfram að lesa
Birt í Nýlega smakkað, Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Framúrskarandi: Ch. Ducluzeau

English

Oft á tíðum er skemmtilegasta upplifunin í Á.T.V.R. að tala við vínráðgjafa, ræða um vín sem af einhverjum ástæðum hreyfist lítið en er bókstaflega hverrar einustu krónu virði. Eitt svona vín er án efa Chateau Duclezeau frá Listrac-Medoc i Bordeaux, Frakklandi. Listrac svæðið er ekki best þekkta svæðið í Bordeaux en engu að síður kemur þrusu gott vín á viðráðanlegu verði þaðan.

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Veneto svæðið á Ítalíu                                                                                                            

Undanfarið hefur salan á ítölskum vínum vaxið til muna. Ein ástæðan er sú að gæði ítalskra vína hafa aldrei verið meiri en núna. Hver árgangur síðan 1995 hefur verið langt fyrir ofan meðallag hvað gæði varðar. Margir framleiðendur hafa einnig tekið sig á og passað upp á að jafnvel ódýrustu vínin séu sambærileg að gæðum og vín í sama verðflokki frá öðrum löndum t.d. Chile og Argentínu.

Halda áfram að lesa
Birt í Uncategorized, Vínkennsla | Merkt , , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Bubbly: Zonin

English

Prosecco er ekta „hvers dags“ freyðivín, þokkalega bragðgott, létt og þægilegt í munni og ekki of þungt fyrir budduna heldur. Oftast er að mínu mati lítill munur á gæðum á milli prosecco tegunda, og lítill verðmunur í þokkabót. Zonin prosecco er samt sem áður eitt af þeim Prosecco sem skera sig aðeins úr og mig hefur hlakkað til að fá það í ríkið svo að ég geti fjallað um það.

Halda áfram að lesa
Birt í Freyðivín, Uncategorized, Vín, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Ítölsk vínlög

Á næstunni verður fjallað um Ítalíu og ítölsk vín, en áður en byrjað verður á því er við hæfi að fjalla aðeins um ítölsk vínlög.

Ítölsk vínlög eru vægast sagt flókin og ósanngjörn. Þó að lögin væru upphaflega sett til að aðskilja bestu vínin á svæðunum frá venjulegum og ódýrum vínum, þá voru skilyrðin svo ströng að vínframleiðendur höfðu ekki svigrúm til að þróa og breyta vínum sínum til hins betra. Í Toskana voru vínframleiðendur mjög áhyggjufullir yfir þessum þröngsýna hugsunarhætti. Byrjuðu þá nokkrir framleiðendur að rækta vínþrúgur sem voru óhefðbundnar fyrir Íalíu, t.d. Cabernet Sauvignon  og blanda þær með hefðbundnum Sangiovese.

Halda áfram að lesa
Birt í Fræðsluefni, Uncategorized, Vínfræði, Vínkennsla | Merkt , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins September 2021.

English:

Eins og sagt er á góðri ensku „good things come to those who wait“ og þó það hafi tekið smá stund að skrifa um vín mánaðarins í September var það þess virði (að minnsta kosti fyrir mig). Hvernig er best að lýsa víni mánaðarins? Einfalt, algjört skrímsli! Þetta vín er frekar dýrt og þó það sé frábært núna, á það eftir að verða betra eftir 15 ár, já þú last rétt, 15 ár! Þetta vín ásamt Duckhorn Merlot og önnur hágæða bandarísk vín sýna enn og aftur að þau bestu geta þroskast og elst vel. Svo hvernig bragðast vínið?

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Argentína

Í gegnum árin hef ég haldið ótal mörg vín námskeið og það er eitt sem ég er búin að læra,  almenningur hefur engan áhuga á að lesa né hlusta á okkur tala mjög ítarlega um vín. Fólk nennir ekki að hlusta á tal um helsta muninn á milli mismunandi jarðvegs, hversu mikil sól skín á suður eða norður hlíðar, eða hvernig og hversu mikið ný eik er notuð og hvaðan hún kemur. Fólk vill fá að vita hvaða svæði er best, hvaða vínþrúga er best á því svæði, hvernig löggjöfin er (ef það er löggjöf) á svæðinu til að skilja mismunandi gæði vínsins og hvaða vín hentar best með þeim mat sem þau eru að borða.

Í gegnum árin hef ég haldið ótal mörg vín námskeið og það er eitt sem ég er búin að læra,  almenningur hefur engan áhuga á að lesa né hlusta á okkur tala mjög ítarlega um vín. Fólk nennir ekki að hlusta á tal um helsta muninn á milli mismunandi jarðvegs, hversu mikil sól skín á suður eða norður hlíðar, eða hvernig og hversu mikið ný eik er notuð og hvaðan hún kemur. Fólk vill fá að vita hvaða svæði er best, hvaða vínþrúga er best á því svæði, hvernig löggjöfin er (ef það er löggjöf) á svæðinu til að skilja mismunandi gæði vínsins og hvaða vín hentar best með þeim mat sem þau eru að borða.

Halda áfram að lesa
Birt í Uncategorized, Vínfræði, Vínkennsla | Merkt , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Bubbly: Decoy.

English

Það er svolítið erfitt að fagna sumrinu þegar það er sífellt skýjað, blautt og kalt, og ekki batnar það  þegar takmörkunum er skellt á enn einu sinni! En við reynum samt, vegna þess að þó að veðrið og ríkistjórnin (eða réttara sagt COViD 19)  eru sífellt að gera okkur lífið leitt, höfum við alltaf einhverjar ástæður til að fagna, t.d. brúðkaup, afmæli, brúðkaupsafmæli eða jafnvel er bara gott að fagna því að við erum ennþá á lífi!  Þess vegna er alltaf gott að hafa smá bubbly til að dreypa á!

Halda áfram að lesa
Birt í Freyðivín, Uncategorized, Vín, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Framúrskarandi: Dry Creek Zinfandel.

English

Einstaka sinnum verð ég heppinn, þegar vín sem ég spái vinsældum, verða mjög vinsæl. Eitt dæmi er 1.000 Stories Zinfandel.  Ég var með þeim allra fyrstu til að smakka vínið og sagði umboðsaðila strax eftir á að þarna væru þeir með vín sem hentaði íslenska markaðinum og íslenskri matargerð mjög vel, og þar af leiðandi yrði það vinsælt, og raunin varð sú, það sló algjörlega í gegn. Það sló ekki í gegn mín vegna, ég var bara svo heppinn að spá rétt.

Nú sit ég og er að smakka annað Zinfandel sem ég er sannfærður um að muni slá í gegn, en í þessu tilfelli hefur umboðsaðili ekki alveg eins mikla trú á því og ég, og hefur þar af leiðandi ekki sett það í reynslusölu ennþá.

Halda áfram að lesa
Birt í Nýlega smakkað, Rauðvín, Uncategorized, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins júlí 2021.

English

Inn á milli þess að fá að smakka öll þessi yndislegu nýju vín sem eru á markaðinum, fæ ég eitt og eitt „gamalt og  gott“ vín sem hefur verið til sölu árum saman í Á.T.V.R..  Ég smakka þau til að athuga hvernig þau standa sig í samanburði við ný vín sem eru að koma frá sama svæði.  Sum standa sig vel önnur ekki eins vel. Eitt vín sem er að standa sig prýðilega vel er Ruffino Riserva Ducale Chianti Classico.

Halda áfram að lesa
Birt í Nýlega smakkað, Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Framúrskarandi vín: Guelbenzu Azul 2017

English

Ég hef verið mjög lánsamur að hafa fengið að smakka fullt af góðu víni og kynnast mörgu góðu fólki og vínumboðsaðilum vegna vínáhuga míns. Einn af þeim er eigandi Ber ehf.. Í 20 ár hefur Ber flutt inn gæða vín frá ýmsum svæðum á Spáni, frá Ampurdan svæðinu til Yecla svæðisins og allt þar á milli.  Ef það er ræktað vín á svæðinu á Spáni, er Hafliði í Ber sennilega búinn að finna það og flytja inn hágæða vín þaðan.

Halda áfram að lesa
Birt í Kokteill mánaðarins, Nýlega smakkað, Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vínfræði, Vínkennsla, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins júní 2021.

English

Mér finnst kominn tími til að hætta að flokka ódýrt lífrænt ræktað vín sem „öðruvísi“ vín. Fyrir 20 árum síðan voru flest ódýr, lífrænt ræktuð vín vissulega í mun lakari gæðum en ódýr vín sem voru framleidd á venjulegan hátt fannst mér. En gæðin í dag eru orðin það góð að það er varla hægt að finna mun á því og „venjulegu“ víni.

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Eurovision Bubbly.

English

Það er stutt í Eurovision og auðvitað vantar fólki eitthvað til að skála fyrir þegar við vinnum (eða lendum í sextánda sæti)!  Spurningin er hvort við eigum að hvíla prosecco og cava og fara í örlítið dýrara freyðivín í ár? Freyðivínið sem ég ætla að mæla með núna hef ég fjallað um áður og kemur frá landi sem er alls ekki þekkt fyrir bubbly vín, sem sagt Argentína!

Halda áfram að lesa
Birt í Freyðivín, Uncategorized, Vín | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins maí 2021.

English

Fyrir þó nokkrum árum síðan sagði hinn heimsfrægi vín gagnrýnandi Robert Parker um Valpolicella að þetta væri í besta falli „industrial garbage“ (verksmiðju sorp).  Satt að segja í þá daga var ég sammála honum, Valpolicella var frekar ómerkilegt vín.  En tímarnir breytast og Valpolicella framleiðendur áttuðu sig á því að ef þau myndu ekki bæta sig þá myndu þau hellast úr lestinni og vera með óseljanlega vöru. Í dag er hægt að finna fullt af virkilega góðu Valpolicella, bæði venjulegu og Ripasso útgáfunni.

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins apríl 2021.

English

Mission St. Vincent

Það er sjaldan sem ég fjalla um Bordeaux vín í 2.000 til 2.500 kr. flokknum. Einfaldlega vegna þess að mér finnst þau ekki peninganna virði. Til hvers að kaupa Merlot eða Cabernet sem kostar jafn mikið og ýmis vín frá Chile eða Argentínu sem eru mun betri?  Þess vegna er svo góð tilfinning að finna ódýrt Bordeaux  vín sem er í sambærilegum gæðum og ódýr vín frá Chile og Agentínu.

Í þessu tilfelli eru ekki bara eitt heldur tvö vín, eitt rautt og eitt hvítt sem koma frá sama framleiðanda.

Halda áfram að lesa
Birt í Nýlega smakkað, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Duckhorn portfolio vínsmakk.

English:

Ég er einn af mörgum sem finnst Duckhorn Merlot með þeim allra bestu Merlot í Bandaríkjunum, og þó flestir vínáhugamenn kannist við það vín, vita fáir hér á landi að Duckhorn er með mjög breitt úrval af víni yfir höfuð. Vín úrvalið þeirra teygist alla leið frá Paso Robles, Central Caost, Napa og Sonoma alveg upp í Washington fylki! Fyrir alls ekki löngu síðan tók umboðsaðili Duckhorn ákvörðun um að flytja inn vín frá fleiri svæðum sem þeir eiga, og ég fékk tækifæri á að smakka vínin hægt og rólega.

Halda áfram að lesa
Birt í Hvítvín, Nýlega smakkað, Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Framúrskarandi vín, Cune Gran Reserva 2014.

English

Cune er fyrir löngu búið að festa sig í sessi á Íslandi, enda gott vín á góðu verði. Þó yngri vínin eins og Crianza eða Reserva séu í sjálfu sér góð, þá hef ég alltaf hallast meira að Gran Reserva hjá þeim, mér finnst það þyngra, bragðmeira og þroskaðra.

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , , , | Færðu inn athugasemd

Warsteiner Beer.

English

Ef þú vilt komast að því hvernig Stout bjór með 25% alkohól, sem á að bragðast eins og súkkulaði hjúpuð kleinu frá Siglufirði er, ekki koma til mín, ég er ekki dómbær á svona bjóra. En ég held að ég geti alveg dæmt lager og pilsner bjóra.

Halda áfram að lesa
Birt í Bjór, Bjór mánaðarins, Uncategorized | Merkt , , , , | Færðu inn athugasemd

Thistly Cross Cider smakk

English

Þó það sé ekki mikið að gerast í páska bjór smakki fram að páskum (fyrir mig alla vega), þýðir það ekki að það sé ekki mikið að gerast í smakkinu almennt. Það er alltaf eitthvað nýtt að poppa upp eða eitthvað eldra og rótgróið að breytast og aðlagast nýjum markaði, m.a. er cider að ná nokkrum vinsældum. Eitt gott dæmi um miklar breytingar er cider markaðurinn, þó cider sé vissulega ekki nýtt af nálinni er núna verið að aðlaga það nútíma kröfum, fyrir nútíma fólk. Gott dæmi er Thistly Cross cider, hér fyrir neðan er fjallað örlítið um tvö mjög ólík cider frá þeim sem fást hérna heima.

Halda áfram að lesa
Birt í Bjór, Uncategorized | Merkt , , , , | Færðu inn athugasemd

Bubbly

English

Það kom mér í opna skjöldu  að þegar ég ætlaði að hvíla bubbly umfjöllun í smá tíma, hversu margir höfðu samband við mig og báðu mig um að halda umfjöllunum áfram. Eins og einn aðili sagði, „það hafa ekki allir efni á að fara á VOX í kampavíns smakk, þú gefur okkur fólki tækifæri á að smakka dýrari og ódýrari en samt skemmtileg freyðandi vín“. Ég neita því ekki að það gladdi mig að vita að fólk hafði gaman af að fylgjast með.

Halda áfram að lesa
Birt í Freyðivín, Uncategorized, Vín | Merkt , , , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins mars 2021.

English

Þá erum við komin aftur á fullt með umfjallanir, og ætlum við að byrja með vín mánaðarins. Í þessu tilfelli förum við til Ítalíu og tökum fyrir eina af uppáhalds vínþrúgunum mínum, Primitivo (betur þekkt sem Zinfandel í Bandaríkjunum).

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Vin mánaðarins Janúar 2021.

English Here:

Guð sé lof nýja árin er byrjaður! Ég held að það hreinlega getur ekki verið verra en 2020 (7,9,13). Til að fagna því verður vín mánaðarins að þessu sinni frá gamla heimurinn eða réttara sagt eitt góðan Brunello frá Toskana í Ítalia!

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Bubbly 4

English below:

Að undanförnu hef ég fjallað aðeins um freyðandi vín á mismunandi verði frá mismunandi svæðum. Nú þegar að það styttist í stærsta daginn til að skála, ætla ég að fara aftur í kampavíns héraðið og fjalla um tvö vín frá einum af uppáhalds kampavíns framleiðandanum mínum, Laurent-Perrier! Það verður gaman að skála í öðru hvoru þessara hágæða kampavína!!

Við skulum byrja á:

Halda áfram að lesa
Birt í Fræðsluefni, Freyðivín, Uncategorized, Vín, Vínfræði | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Vín með hátíðarmatnum 2020.

English below:

Í ár ætla ég að breyta aðeins til og mæla með víni sem mér finnst henta með matnum sem snæddur er á jólum og áramótum. Þetta er frekar langur listi, en ég vona að allir finni eitthvað sem hæfir matnum sem er á boðstólum.

Við skulum byrja á:

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vínfræði, Vínsmakkarinn mælir með | Færðu inn athugasemd

Þrjú framúrskarandi vín.

English below.

Þrjú framúrskarandi vín.

Það styttist í jólin og maður hefur ekki undan að smakka gæða vín! Yfirleitt þegar ég fjalla um framúrskarandi vín þá tek ég bara eina tegund fyrir. En ég vildi gefa fólki tækifæri til að kynna sér og smakka þessi þrjú frábæru vín yfir hátíðirnar. Svo ég ákvað að fjalla um þau í einni grein. Eigum við ekki að byrja?

Halda áfram að lesa
Birt í Nýlega smakkað, Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Bubbly 3

Kientz Cremant D´Alsace Brut NV (non vintage)

Alsace, Frakkland.

Í þriðju „bubbly“ umfjölluninni ætlum við að fara til uppáhalds hvítvíns svæðisins míns, Alsace. Að segja að Alsace hafi frábært úrval af hvítvíni er vægt til orða tekið, en margir gera sér ekki grein fyrir því að þar eru einnig framleidd framúskarandi freyðivín.

Halda áfram að lesa
Birt í Freyðivín, Uncategorized, Vín | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Jólabjór smakk annar hluti.

English below

Það styttist í jólin og jólabjór smakkið heldur áfram.

Í þetta sinn smakkaði ég 5 bjóra, 1 íslenskan og 4 erlenda, og gæðin voru ansi misjöfn verð ég að segja, en engu að síður gaman að smakka og rífa upp jóla stemminguna! Allir bjórarnir fást í helstu Á.T.V.R. búðum.

Við skulum byrja með:

Halda áfram að lesa
Birt í Bjór, Fræðsluefni, Uncategorized | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Nokkrar tillögur að jólagjöfum fyrir vín, bjór og kokteil áhugafólk.

A few Christmas suggestions for wine, cocktail and beer lovers! (English below)

Það er til fullt af góðum jólagjöfum fyrir áhugafólk um vín, bjór og kokteila, sumt eiga allir, t.d. góð glös, frábæra tappatogara og smart kokteil hristara. Með árunum verður erfiðara og erfiðara að finna eitthvað skemmtilegt handa makanum sem á nánast allt. Ég ákvað að gramsa örlítið og athuga hvort ég gæti ekki fundið eitthvað til að létta ykkur lífið í jólainnkaupunum og koma með nokkrar tillögur. Með það í huga að „versla heima“ til að styðja innlenda innflutningsaðila er hægt að finna  þetta allt hér á Íslandi.

Halda áfram að lesa
Birt í Bjór, Fræðsluefni, Kokteilar, Uncategorized, Vínfræði, Vínkennsla | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins desember 2020.

Wine of month December 2020: English below

Vina Ardanza Reserva, 2010 Rioja, Spánn.

Ég hef alltaf sagt að við hér á Íslandi erum mjög heppin með gott úrval af spænskum vínum sem eru í boði hér. Fyrir utan eitt og eitt kassavín, þá er með eindæmum gott úrval. Og það er alveg sama hvort það er ódýrt, meðal dýrt eða dýrt vín, þá er það nánast alltaf góð kaup miðað við verð.

Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Jóla bjórsmakk kafli eitt.

English below:

Mér skilst að það séu til 88 jóla bjórar til sölu í Á.T.V.R., fyrir svona litla þjóð eru þetta svakalega margar tegundir.  Þegar ég var að smakka fyrir tímarit og blöð í denn voru ekki nema 15 til 20 tegundir! Satt að segja þá kæmi það ekki til greina að smakka þá alla.  

Halda áfram að lesa
Birt í Bjór, Uncategorized | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Treviso 900 Brut, Prosecco. Veneto, Ítalia.

Í síðustu „bubbly“ umfjöllun fórum við beint í dýrari vínin, þ.e. kampavín, en núna ætlum við að fara í hina áttina eða ódýrari vínin, í þessu tilfelli Prosecco.

English below

Halda áfram að lesa
Birt í Freyðivín, Nýlega smakkað, Uncategorized, Vín, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins nóvember 2020.

M. Chapoutier, Belleruche 2019 Cotes-du-Rhone.

Wine of the month november 2020.

Mér finnst ég hafa verið rosalega duglegur að lýsa ást minni á bragðmiklu þungu rauðvíni að undanförnu.  Það mætti halda að það sé það eina sem ég drekk!!  Reyndar er það af og frá, eins og ég segi alltaf á mínum vín námskeiðum, það er staður og stund fyrir allar tegundir af víni.

Halda áfram að lesa
Birt í Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins | Færðu inn athugasemd

Framúrskarandi vín.

Taittinger Brut NV, Champagne, Frakkland.

Ég verð að viðurkenna, að þó mér hafi ekki verið boðið á kampavíns kvöld á VOX um daginn (enda sennilega ekki haft efni á því hvort eð er), fannst mér hugmyndin frábær.  Það veitir ekki af að fá sér smá „bubbly“ á þessum tíma ársins til að lyfta sér aðeins upp! Þetta eru erfiðir tímar, svo bætist við að það er komið skammdegi og vetur skammt undan! Svei mér þá, er ekki tilvalið að fá sér eitthvað sem fær okkur  til að brosa örlítið?

Halda áfram að lesa
Birt í Freyðivín, Uncategorized, Vín, Vínsmakkarinn mælir með | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins október 2020.

Það er fátt sem gleður fólk nú til dags, meira að segja erfitt ár virðist ætla að fara fram úr sjálfu sér með leiðindum í lokin. En eitt sem er að gera erfiða tíma bærilega eru góðir vinir og samstarfsfólk. Ég er t.d. mjög lánsamur í báðu, einnig hafa þó nokkrir af mínu samstarfsfólki tengst mér sem góðir vinir líka.  Þeir sýndu það á afmælinu mínu um daginn þegar þeir gáfu mér svo góða gjöf að ég varð að gera það að víni  mánaðarins!!

Eins og sést á myndinni er þetta tilvalið með góðu nautakjöti!
Halda áfram að lesa
Birt í Rauðvín, Uncategorized, Vín, Vín mánaðarins | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Exceptional: Nativ Dell ´Inchiostro

It´s time to go to an area in Italy that is not that well known in Iceland, Campania. For those who do not know much about the area, it´s most popular red grape is the Aglianico, which gives a very tannin rich wine, and this wine is no exception. The area is south of Tuscana and can be pretty hot in the summer and a soil rich in lava because of the infamous Vesuvius volcano.

Halda áfram að lesa
Birt í English | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd