Haris Nero D´Avola 2014

Haris Nero D´Avola 2014 frá Sikiley, Ítalíu er lýsindi dæmi um hvað vínframleiðendur frá Sikiley hafa komist langt í því að bæta gæði víns miðað við verð á frekar stuttum tíma. Nero D´Avola var í mörg ár ekkert sérstakt vín, framleitt sem ódýrt „heimilis“ vín fyrir bændur á eyjunni,  þar sem vægt til orða voru ekki gerðar miklar kröfur.  En tímarnir hafa breyst og vínin sem betur fer líka. Þó að vínin frá þessu svæði séu ennþá á viðráðanlegu verði, hafa gæðin aukist langt umfram verð hækkanir.

Haris hefur góðan keim af kirsuberjum, sveskjum og kryddi, og einnig má finna negul og jarðvegs bragð með gott, meðal langt eftirbragð. Frábært með grilluðu grísakjöti. Verðið er sanngjarnt eða aðeins 2.855 kr. umboðsaðili er UVA ehf.  

Ölverk, bjórinn Kölski

Ef þið eigið leið á suðurlandið þá mæli ég endilega með að kíkja á Ölverk í Hveragerði.  Þetta er veitingastaður og örbrugghús sem býður upp á eldbakaðar pitsur sem eru hreint frábærar á bragðið, og bjór sem er bruggaður á staðnum og fer beint á dælur hjá þeim.  Staðurinn er upplifun út af fyrir sig. Mest af bjórnum er bruggað á staðnum og skemmtilegt að sjá stóra teikningu á veggnum sem útskýrir hvernig bjórinn er bruggaður hjá þeim.  

Þó að sumt af þeirra bjór sé ekki fyrir mig er samt hægt að finna eitthvað fyrir alla. Uppáhaldið að undanförnu er bjór sem heitir Kölski.  Bjórinn er ferskur með keim af sítrus, engifer og einnig má finna smá bragð af stjörnu ávexti.  Eftirbragðið er meðal langt, ferskt með örlítilli beiskju. Góður bjór á 1.100 kr. (400 cl)  á dælu og hann passar mjög vel með pitsu með pepperoni og beikoni.