Quinta do Caleiro Reserva Douro 2015

Vínsmakkarinn mælir með.

Portúgölsk vín hafa alltaf verið bragðgóð og í frekar háum gæðum miðað við verð. Miðað við hversu mikið íslendingar hafa ferðast til Portúgals á undanförnum árum, þá hefur það komið mér pínu á óvart hversu illa portúgölsk vín hafa selst í gegnum árin. En sem betur fer er það að breytast hægt og rólega.

Þetta vín er lýsandi dæmi um mikil gæði miðað við verð. Svartar plómur, sveskjur, rúsínur, kaffi, eik og dökkt súkkulaði eru alls ráðandi bæði í bragði og lykt.  Það hefur þurrt tannínkríkt eftirbragð sem endist þokkalega lengi. Mjög gott vín á mjög góðu verði 2.685 kr.. Frábært með lambi eða nautlund í tærri sósu. Umboðsaðili er UVA.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s