Vín mánaðarins sept. 2019

Down Under Shiraz-Cabernet Sauvignon

Down Under Shiraz-Cabernet Sauvignon 2017 frá Ástralíu er lýsandi dæmi um hvernig góð markaðssetning á að vera hjá vínframleiðanda (eitthvað sem Frökkum veitir ekki af að læra), einfalt nafn, þokkalega fallegur miði og áhersla lögð á það sem er að slá í gegn hjá neytendum í dag, sem sagt  það stendur stórum stöfum Organic (lífrænt)  á áberandi stað!

Það ásamt verðinu, 2.648 kr. er nógu góð ástæða til að smakka vínið, en það þarf að hafa fleira með sér, og vínið þarf þá að smakkast vel. Og Down Under vínið stendur undir væntingum, er bragðmikið en samt ekki of þungt með svörtum kirsuberjum, papriku, plómu, kanil og kaffi í bæði bragði og lykt. Eftirbragðið er þokkalega langt og gott. Þetta er ekki vín til að geyma, heldur er það tilbúið núna og tilvalið með grilluðu lambi eða vel kryddaðri grísalund. Þess má geta að Down Under fékk gyllta glasið í ár svo það eru greinilega fleiri sammála mér varðandi gæðin. Umboðsaðili er JP&B ehf.

Eina pirrandi varðandi þetta vín er að ég fer alltaf að raula lagið Down Under með hljómsveitinni Men at work þegar ég sé nafnið!! Til að gera lífið leitt hjá fleirum læt ég link á myndband Down Under fylgja með!!

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

1 Responses to Vín mánaðarins sept. 2019

  1. Hákon sagði:

    Geggjað lag en hef ekki smakkað vínið;)

Leave a Reply