Vín mánaðarins Júní 2020.

Vila Real Douro Reserva 2016, Douro,  Portugal

Eitt þekktasta vín í heimi er portvín frá Portúgal. Ekkert jafnast á við góðan port eftir þunga máltíð, og gæðin eru almennt mjög góð hjá flestum portvíns framleiðendum. Rauðvinin frá þeim eru einnig frábær

Það fer ekki milli mála að gæðin eru til staðar, sömu vínþrúgur eru oftast notaðar í vínin og eru notaðar í portvín, framleiðendur eru oftast mjög góðir og verðið miðað við gæðin er fáránlega gott.

Eitt lýsandi dæmi um góð gæði miðað við verð er Vila Real Reserva 2016 sem fæst á 2.498 kr. í Á.T.V.R.. Þetta er bragðmikið vín með skógarberja, lakkrís, vanillu og kaffi í lykt og bragði. Vínið er meðal þurrt með mjúku tannín og sultukeim í lokin.  Þó það sé tilbúið núna þá má auðveldlega geyma vínið í 3-4 ár í viðbót. Frábært vín sem hentar með grillkjöti eins og fituríku lambi eða nauti. Verðinu er stillt í hóf eða aðeins 2.498 kr.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply