Warsteiner Beer.

English

Ef þú vilt komast að því hvernig Stout bjór með 25% alkohól, sem á að bragðast eins og súkkulaði hjúpuð kleinu frá Siglufirði er, ekki koma til mín, ég er ekki dómbær á svona bjóra. En ég held að ég geti alveg dæmt lager og pilsner bjóra.

Svo ég ætla að bjóða einn „gamlan“ og góðann velkominn aftur til Íslands, Warsteiner Beer. Þýska vín löggjöfin gerir miklar kröfur til framleiðenda og það skilar sér óneitanlega til okkar, og Warsteiner er lýsandi dæmi um hágæða lager bjór. Bjórinn freyðir rosalega vel og gefur af sér mikið af humla, karamellu og bygg bragði og eftirbragðið entist lengi og hafði meira af humlum og beiskju en ég átti von á. Samt var bjórinn ferskur og alls ekki of þungur.  Tilvalið að fá sér einn (eða tvo) á meðan maður stendur úti að grilla í sumar.

Verðið er 365 kr. fyrir 50 cl. dós.

Þessi færsla var birt í Bjór mánaðarins, Uncategorized og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply