Efst á baugi

Vín mánaðarins október 2020.

Það er fátt sem gleður fólk nú til dags, meira að segja erfitt ár virðist ætla að fara fram úr sjálfu sér með leiðindum í lokin. En eitt sem er að gera erfiða tíma bærilega eru góðir vinir og samstarfsfólk. Ég er t.d. mjög lánsamur í báðu, einnig hafa þó nokkrir af mínu samstarfsfólki tengst mér sem góðir vinir líka.  Þeir sýndu það á afmælinu mínu um daginn þegar þeir gáfu mér svo góða gjöf að ég varð að gera það að víni  mánaðarins!!

Eins og sést á myndinni er þetta tilvalið með góðu nautakjöti!
Lesa áfram „Vín mánaðarins október 2020.“

Vín mánaðarins ágúst 2020.

Cantine di Ora Amicone, 2016, Veneto Ítalía.

Það er alltaf gaman að fara í matarboð þar sem eina sem maður þarf að gera er að mæta og njóta þess að borða góðan mat og hafa gaman.  Einnig er gaman að sjá hvaða og hvers konar vín aðrir bjóða upp á með matnum. Við vitum öll að smekkur manna er misjafn og fróðlegt er að sjá hvað öðrum finnst eiga heima með matnum sem er í boði.

Lesa áfram „Vín mánaðarins ágúst 2020.“