Rich Prosecco og Rich Prosecco Rosé

Dósa bjór frá örbrugghúsum er orðinn gríðarlega vinsæll erlendis, svo vinsæll að vín framleiðendur eru að fylgja eftir vinsældunum og búa til gæða vín og átappa á dósir. Mér persónulega finnst það góð hugmynd. Enda sennilega ekki verra og jafnvel betra vín en meirihlutinn af kassavíni að mínu mati.

Lesa áfram „Rich Prosecco og Rich Prosecco Rosé“

Blue Nun 24 K gold freyðivín

Vínsmakkarinn mælir með. 

Blue Nun hvítvínið var eitt allra vinsælasta hvítvín hér á árum áður, ekki bara á Íslandi heldur alls staðar úti í heimi.  Þekkt fyrir að vera dísætt, lágt í alkohóli (sem gerði það ódýrt á Íslandi) og auðvelt að drekka, vínið rann ljúft niður í ansi margt ungt fólk. En nú er öldin önnur og Blue Nun varð að aðlagast eins allir aðrir.

Ein nýjung frá þeim er Blue Nun 24 k Gold freyðivín, sem verður að segjast eins og er, er algjör snilld. Flaskan er gullfalleg, og í víninu sjálfu eru gull flögur fljótandi um allt.  Bragðið kemur skemmtilega á óvart, meðal sætt með góðum sítrus keim, kex og melónu bragði. Eftirbragðið er meðal langt og meðal þurrt. Þó þetta vín geri ekki kröfur á mann er það engu að síður bara fínasta freyðivín fyrir þetta verð, eða aðeins 1.965 kr.

Ef þetta er ekki brúðkaupsvínið í ár þá veit ég ekki hvað er! Að hafa gull flögur fljótandi í glasinu þínu og gestanna á meðan þú fagnar stórum degi eins og brúðkaupi getur ekki vera meira sjarmerandi held ég.