Þrjú freyðivín á mismunandi verði til að skála í á áramótunum.

English:

Nú þegar ég er búin að birta grein um fimm bestu vínin sem ég smakkaði 2021, er núna kominn tími til að velja þrjú freyðivín sem gott er að njóta til að fagna áramótunum. Núna valdi ég vín sem mér finnst við hæfi í ódýrari, meðal dýrum og dýrum verðflokki.

Sem sagt eitthvað fyrir allar buddur. Gleðilegt nýtt ár! Vonandi verður það ekki eins sérstakt og síðastliðinn tvö ár!!

Fyrir þá sem eru að hugsa um budduna:

Ég valdi Zonin sem eitt af fimm bestu vínum í ár miðað við verð, hélst þú virkilega að ég myndi ekki hafa það sem besta „ódýra“ freyðivínið í þessari grein??

Zonin Prosecco Brut Cuvee 1821 NV er sýruríkt vín með lime, sítrus og græn epla bragði og lykt. Það freyðir rosalega vel í glasinu og endist þokkalega lengi í munni, eftirbragðið er óvenju langt miðað við prosecco og mjög sýruríkt. Létt og bragðgott vín með gott og langt eftirbragð. Hönnuninn á flöskunni er mjög flott og gefur til kynna að hér er vandað vín á ferð. Verðið er hlægilegt á 2.214 kr. Tilvalið vín í veislu sem fordrykkur.    

Fyrir þá sem vilja eyða aðeins meiri pening:

Ég er búinn að þekkja Steingrím hjá Vínótek í 20+ ár. Við erum stundum sammála og stundum ósammála um gæði vína. í þessu tilfelli erum við sammála um vínið sem ég valdi í millidýra flokkinn. Algjör gullmoli, freyðivín á mjög sanngjörnu verði.

Escorihuela Gascon Extra Brut NV er eins og nafnið gefur til kynna sneisa þurrt (extra brut), sýruríkt vín með mikið af grænum eplum, sítrus og smávegis af hefðbundnum ger einkennum. Eftirbragðið er langt og sýruríkt og loftbólurnar lifa lengi í glasinu, jafnvel talsvert lengri en flest freyðivín. Vínið er framleitt eins og kampavín og er með gæði sem gefa kampavíni lítið eftir. Verðið er 3.929 kr.

Fyrir þá sem vilja bara það besta:

Ég held  að ég hafi aldrei smakkað „vont“ kampavín, en fyrir svona hátt verð þá er eins gott að það sé mjög gott. Gæðin í kampavíninu í þessum verðflokki eru það góð að það er hreinlega smekks atriði þegar kemur að valinu á milli. En ég verð að segja að mér finnst Rothschild Champagne besta  N.V. (non vintage) Brut sem ég hef smakkað í mörg ár!

Brut er án efa vinsælasta týpa af kampavíni á Íslandi og þrátt fyrir þurrleikan getur það verið silkimjúkt. Þetta vín freyðir vel og lengi með loftbólur á stærð við títiprjónshausa, þó bólurnar eigi að haldast lengi, kom það mér á óvart hversu lengi það hélt áfram að freyða. Ger, kex, perur, hnetur og sítrus eru mest áberandi í lykt og bragði. Eftirbragðið var langt og sýruríkt og kitlaði allann tímann. Vægt til orða tekið frábært vín. Verð 9.200 kr.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply